Skíðasaga Fjallabyggðar

Vefurinn Skíðasaga Fjallabyggðar fór í loftið rétt fyrir sumarið 2009. Þar má finna mikinn fróðleik úr skíðasögu Siglfirðinga og Ólafsfirðinga. Helsta efnið þarna inni eru bréf, skjöl, ljósmyndir, myndbönd, hljóðupptökur og frásagnir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga.

Sumarið 2008 hófst söfnun munnlegra heimilda um skíðaiðkun Siglfirðinga á árum áður. Það var svo árið 2010 sem sambærileg rannsókn hófst á Ólafsfirði. Meðal skemmtilegra frásagna á síðunni má nefna viðtal við Valeyju Jónasdóttur sem var kennari á Siglufirði í hálfa öld, og einnig hljóðbrot úr viðtalinu.

sigurdursig-helgisveins

 

 

Ljósmynd úr safni Braga Magnússonar.