Gönguskíðamót á Ólafsfirði 1.febrúar

Fyrsta mótið af fjórum í M/B CUP mótaröðinni hefst á morgun kl. 17:30. Gengnar eru stuttar vegalengdir í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna.Keppt verður með frjálsri aðferð og mikilvægt að þátttakendur mæti ekki seinna en kl. 17:00 upp í Bárubraut. Við skorum á alla, unga sem aldna að taka nú fram sḱíðin og taka þátt í skemmtilegu og sérstöku móti.

Veitingar að loknu móti.