Jakob Helgi Bjarnason hefur verið kosinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012.
Jakob Helgi hefur lagt mikið á sig undanfarin ár til að ná árangri í skíðaíþróttinni og í dag er hann í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki.
Árið 2012 varð Jakob Helgi tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki, þá 16 ára, hann varð einnig Bikarmeistari SKÍ í 15 – 16 ára flokki og unglingameistari í svigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.