Klukkan 13:38 barst tilkynning til Lögreglunnar á Akureyri um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hafi stöðvast og að um 20 manns væri í lyftunni. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Súlur við að koma fólkinu úr lyftunni.
Aðgerðarstjórn var virkjuð. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveit var boðuð á vettvang og strax hafist handa við að koma fólkinu úr lyftunni.
Fljótlega kom í ljós að bilunin í lyftunni stafaði af því að vír hafði losnað úr spori sínu og lyftan stöðvast við það. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast og ekki talin hætta á að það muni gerast. Þegar þetta er skráð er búið að ná nokkrum niður úr lyftunni og vinna í gangi við að ná þeim sem eftir eru. Þeir fá svo skoðun hjá heilbrigðisstarfsfólki.
Uppfært 15:15. Búið er að bjarga öllum úr lyftunni og voru allir óslasaðir en sumir nokkuð kaldir. Björgunarstarf gekk mjög vel.