Mynd: skidalvik.is
Stjórn og starfsfólk Skíðasvæðis Dalvíkur hefur tilkynnt að neðri lyftan á skíðasvæðinu sé alvarlega biluð og verði ónothæf í marga daga. Skíðasvæðið er lokað í dag, skírdag,  á meðan öryggi er tryggt við lyftuna og verður staðan tekin aftur eftir daginn.
Stefnt er að því að halda Firma mót á annan í páskum og er ætlunin að ferja keppendur í efri lyftu. Einnig er að skoðun að halda minni viðburði á svæðinu án lyftu um páskana.
Félagið minnir á skíðasvæðin á Norðurlandi, í Fjallabyggð, Akureyri og Sauðárkróki.