Skíðakrakkar ganga í hús á Siglufirði

Fréttatilkynning frá Skíðafélagi Siglufjarðar Skíðaborg.

Kæru Siglfirðingar, nú fer snjórinn að koma!!

Á miðvikudag 26.október og fimmtudag 27.október munu iðkendur Skíðafélagsins á Siglufirði ganga í hús í fjáröflunarskyni fyrir komandi vetur. Krakkarnir eru að bjóða til sölu úrvals „Áleggspakka“ frá Kjarnafæði sem inniheldur 6 mismunandi tegundir af áleggi (skinka, spægipylsa, 2 teg. pepperoni, rúllupylsa og kæfa). Pakkinn mun kosta 2.000 kr.

Við værum þakklát ef þið takið vel á móti krökkunum. Bestu kveðjur, með þökk fyrir stuðninginn.

Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg