Skíðakennsla að hefjast í Skarðsdal

Skíðakennsla á Skíðasvæðinu í Skarðsdal hefst á föstudaginn 1. desember og er alla daga sem opið er.  Skráning er á netfanginu skard@simnet.is,  virka daga frá kl. 16-19 og um helgar frá kl. 13-16.  Hver tími er 30 mínútur og kostar kr. 2.000. Þeir sem þurfa skíðabúnað geta fengið lánað á staðnum.  Kennari er Kristín Guðmundsdóttir.