Tindaöxl

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á byrjendanámskeið fyrir fullorðna helgina 26.-27. janúar.  Einnig verður boðið upp á byrjendanámskeið fyrir börn dagana 29.-30. janúar og 5.-6. febrúar.  Þjálfarar verða þau Elsa Guðrún Jónsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir og Kristján Hauksson.

Byrjendanámskeið fyrir fullorðna:
Laugardaginn 26. janúar frá kl. 12:00-14:00
Sunnudaginn 27. janúar frá kl. 11:00-13:00

Byrjendanámskeið fyrir börn:
Þriðjudaginn 29. janúar og miðvikudaginn 30. janúar frá kl. 16:30-17:30
Þriðjudaginn 5. febrúar og miðvikudaginn 6. febrúar frá kl. 16:30-17:30

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnþætti skíðagöngu, takt, jafnvægi, bremsa, detta, klæðnað ofl.

Þátttökugjald er kr. 4.000.-

Skráning og nánari upplýsingar á netfangið skiol@simnet.is eða í síma 892-0774 (Kristján).