Skíðagöngumót í Hlíðarfjalli á 17. júní

Eftir langan, skemmtilegan og snjóríkan skíðavetur í Hlíðarfjalli ætlar Skíðafélag Akureyrar að halda “skíðagöngumót” á 17. júní. Þetta er engin keppni, heldur ætlar fólk að hittast og kveðja veturinn. Lögð verður 7-8 km göngubraut frá skíðagönguhúsinu, upp á Stórhæð og upp í Hrafnsstaðaskál. Lagt verður af stað kl. 11.00 frá skíðagönguhúsinu í Hlíðarfjalli. Það er líka alls staðar hægt að stytta sér leið í hringnum fyrir þá sem vilja styttri leið.

Þetta er frábært tækifæri til að taka þátt í skíðagöngu í Hlíðarfjalli 17. júní. Hver veit hvenær það verður hægt næst? Tilvalið að byrja þjóðhátíðardaginn í Hlíðarfjalli og skella sér svo í önnur hátíðarhöld í bænum eftir hádegi!

Heitt á könnunni í skíðagönguhúsinu.

Og nú hafði Einar Eyland samband og Eimskip gefur úrdráttarverðlaun kr. 20.000 gjafabréf í Sportver! Allir að mæta!

Heimild: www.skidi.is /Skíðafélag Akureyrar