Skíðagöngumót í Fljótum

Ferðafélag Fljóta stendur fyrir skíðagöngumóti í Fljótum, föstudaginn langa ár hvert. Gengnar eru stuttar vegalengdir í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna.  Keppt verður með hefðbundinni aðferð.  Mótið hefst kl. 13:00 föstudaginn 3. apríl. Skráning fer fram 11:30 – 12:30. Mótsgjald greiðist við skráningu. Mótsstjóri er Birgir Gunnarsson.

Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum í öllum aldursflokkum: 5 km, 10 km og 20 km. Einnig er 1 km braut fyrir minnstu krakkana.

Mótsgjald: 2000 kr. fyrir hvern þátttakanda 16 ára og eldri en 1.000 kr. fyrir þá yngri. Þátttakendur fá fríar veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna Ketilási.

Fljótin eru vel í sveit sett með snjóalög, yfirleitt nægur snjór sem býður upp á fjölbreyttar brautir nærri byggð. Gistimöguleikar á Bjarnagili í Fljótum og einnig á Siglufirði (24 km).

10987659_1547544092165053_586298238657708298_n10527775_1547544192165043_7616826758764862751_n