Skíðagöngumót í Fljótum í dag

Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum í dag, föstudaginn langa.  Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna.  Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. 

Afhending gagna og skráning við Félagsheimilið Ketilási. Mótið hefst kl. 13:00 við bæinn Brúnastaði.