Skíðagöngumót í Fljótum

Skíðagöngumót í Fljótum var haldið á föstudaginn langa á vegum Ferðafélags Fljóta. Alls tóku 60 þátt í mótinu og keppt var í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km var keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig var keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára.

Í 10 km göngu 16 ára og eldri karla sigraði Skarphéðinn Jónsson á tímanum 1:03:09. Í sama flokki kvenna sigraði Guðrún Pálsdóttir á tímanum 1:02.07. Í 5 km göngu karla 16 ára og eldri sigraði Viðar Pétursson á tímanum 0:26:22. Í sama flokki kvenna sigraði Birgitta Birgisdóttir á tímanum 0:25:46.

Myndir með frétt tók Hermann Hermannsson fyrir Ferðafélag Fljóta. Birt með góðfúslegu leyfi Ferðafélagsins.