Skíðaganga hefur verið vinsæl í Ólafsfirði í áratugi og er þar ágætis svæði til skíðagöngu. Bárubraut er aðalsvæðið hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar fyrir skíðagöngu og í sumar hefur verið unnið að því að breikka svæðið og lengja til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. Breytingarnar auðvelda einnig æfingar yngri og eldri iðkenda og mun gera mikið fyrir svæðið.
Verktakinn Árni Helgason ehf hefur unnið að þessum breytingum fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar í sumar. Það er spennandi skíðavetur framundan í Ólafsfirði!
Frá þessu var fyrst grein á vef SÓ.