Í dag var skíðagöngubraut troðin við Ólafsfjarðarvöll í Ólafsfirði. Því miður er ekki kominn nægur snjór í Bárubraut eða skíðasvæðið í Tindaöxl til að hafa opið þar, þó hefur snjóað nokkuð í firðinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar í dag.