Skíðagöngubraut á Ólafsfirði tilbúin

Í gær var fyrsti skíðadagurinn hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Snjósöfnunargirðingar og sú vinna sem Jón Konráðsson hefur farið fyrir í brautinni undanfarin ár er klárlega að skila sér. Snjórinn sem kom um helgina dugar vel og er nú búið að troða 3,6km hring og eru aðstæður nokkuð góðar. Eldri hópur Skíðafélags Ólafsfjarðar tók æfingu í gær og veðrið lék við skíðamenn.