Skíðafólk frá Ólafsfirði gerði það gott á bikarmóti

Um liðna helgi var haldið þriðja Bikarmót vetrarins í skíðagöngu á Akureyri. Keppt var í sprettgöngu á föstudag, gengið með frjálsri aðferð á laugardag og hefðbundinni aðferð á sunnudag. Krakkarnir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar stóðu sig vel á mótinu sem var haldið í Hlíðarfjalli við frábærar aðstæður.

Erla Marý keppti í 13-14 ára flokki stúlkna og varð í 3. sæti bæði í sprettgöngu og í 3,5km göngu með hefðbundinni aðferð.
Eggert Axelsson keppti í 13-14 ára flokki og varð í 3. sæti alla þrjá dagana.
Hugrún Pála Birnisdóttir keppti í 15-16 ára flokki og varð í 2. sæti í sprettgöngunni og 5.km göngu með hefðbundinni aðferð. Hugrún sigraði svo á laugardeginum með frjálsi aðferð!
Marinó Jóhann keppti í 15-16 ára flokki og varð í 3. sæti í 7,5km göngu með frjálsri aðferð.
Kristján Hauksson varð í 3.sæti í karlaflokki í sprettgöngu og 7,5km göngu með hefðbundinni aðferð.

Heimild: skiol.fjallabyggd.is