Jónsmótið var haldið um helgina á Dalvík, þar sem keppt var í svigi, stórsvigi og sundi. Aldurshópurinn sem keppir er frá 9-13 ára. Einnig var keppt um Jákvæðnisbikarinn sem nefndur er Jóhannsbikarinn. Það var Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg (SSS) sem hlaut bikarinn í ár, en unnu hann síðast árið 2020.
Bikarinn er veittur fyrir glaða og jákvæða framkomu og hegðun á meðan móti stendur. Sérstök nefnd á vegum mótsins velur eitt félag, þar sem horft er yfir hópinn og eru engir undanskildir. Litið er til hegðunar foreldra, þjálfara og keppenda.
Siglfirðingar voru með mjög góða liðsheild, hvöttu hvort annað vel áfram í brekkunni og í lauginni og voru áberandi á mörgum sviðum.
Skíðafélag Siglufjarðar mætti með 15 keppendur á mótið, fjöldi af foreldrum og þjálfurum einnig.
Krökkunum úr Fjallabyggð gekk ágætlega á mótinu en Skíðafélag Ólafsfjarðar var einnig með keppendur á sínum vegum.
Í stórsvigi stúlkna 10 ára náði Freyja Júlía 5. sæti fyrir SSS en þar var mjög jöfn keppni um efstu sætin.
Í stórsvigi 9 ára drengja náði Marinó Örn Óskarsson 2. sæti fyrir SSS.
Í svigi 12 ára drengja var Sebastían Amor Óskarsson frá SSSí 3. sæti á tímanum 1:05:68, en sá sem var í 2. sæti var á 1:05:66, svo það munaði aðeins hársbreidd á þessum sætum.
Í flokki 13 ára í svigi náði Steingrímur Árni 3. sæti fyrir SSS.
Í sundinu í flokki 10 ára stúlkna voru stelpurnar úr SSS atkvæðamiklar. Ragheiður Kr. var í 1. sæti, Freyja Júlía í 2. sæti, Alda Máney í 5. sæti og Elísabet Ída í 6. sæti.
Í sundi 10 ára drengja var Oliver Saniewski fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar í 5. sæti.
Í flokki 9 ára drengja fyrir SSS var Marinó Örn Óskarsson í 1. sæti, Óliver Jökull í 2. sæti, einnig fyrir SSS.
Í sundi 12. ára drengja fyrir SSS var Sebastían Amor í 3. sæti, en þar var mjög jöfn keppni um efstu þrjú sætin.
Í sundi 12 ára stúlkna fyrir SSS var Mundína Ósk í 1. sæti og Hólmfríður Dögg í 2. sæti, einnig fyrir SSS.
Í sundi í flokki 13 ára drengja fyrir SSS var Steingrímur Árni í 4. sæti, en þar var einnig mjög hörð keppni um efstu sætin.
Í sundi flokki 13. stúlkna fyrir SSS var Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir í 2. sæti.
Öll nákvæm úrslit má finna á vef Skíðafélags Dalvíkur.