Skíðafélag Siglufjarðar – Skíðaborg auglýsir eftir aðalþjálfara

Skíðafélag Siglufjarðar – Skíðaborg (SSS) auglýsir eftir aðalþjálfara í alpagreinum fyrir veturinn 2021-2022. Skilyrði er að þjálfarar hafi reynslu af þjálfun og sé með þjálfaramenntun frá SKÍ eða sambærilega þjálfaramenntun.
Þjálfunartímabil er frá 1.1.2022 til 30.04.2022. Þjálfari ber ábyrgð á skipulagninu æfinga og þjálfun barna- og unglingaflokks félagsins. Þjálfara til halds og traust á æfingum standa upprennandi iðkendur úr grasrótarstarfi félagsins.
Siglufjörður býr að stórbrotinni náttúrufegurð, þar sem möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Þar er nægur snjór í fjöllunum og allsstaðar hægt að finna tækifæri og aðstöðu til útiveru. Staðurinn er sannkölluð skíðaparadís og draumur útivistarmannsins.

Áhugasamir hafi samband við Önnu Maríu í síma 699-8817.