Skíðafélag Ólafsfjarðar safnar fyrir nýjum snjótroðara

Á aðalfundi Skíðafélags Ólafsfjarðar í maí sl. var samþykkt að félagið endurnýjaði snjótraðara félagsins. Troðarinn er að tegundinni Pisten Bully 200 og er árgerð 2004. Troðarinn hefur verið gerður klár til flutnings frá Þýskalandi til Ólafsfjarðar. Vel hefur gengið að fjármagna troðarakaupin en enn vantar nokkuð upp á. Félagið hefur því leitað til íbúa með frjáls framlög til kaupanna.

Þeir sem vilja leggja Skíðafélagi Ólafsfjarðar  lið, geta lagt inn á eftirfarandi reikning félagsins.

0347-03-400377
kt: 591001-2720