Skíðafélag Ólafsfjarðar með sigra á Bikarmóti SKÍ á Akureyri

Iðkendur Skíðafélags Ólafsfjarðar voru sigursæl um helgina á Bikarmóti SKÍ sem haldið var á Akureyri. Karen Helga í 1.sæti í flokki stúlkna 15-16 ára sem gengu 5km. Árni Helgason varð í 2.sæti í flokki drengja sem gengu 3,5 km. Svava Rós varð í 2.sæti, Silja Rún í 3.sæti, Guðrún Ósk í 4.sæti og Sigurlaug í 6.sæti í flokki stúlkna 13-14 ára sem gengu 3,5 km. Lísebet Hauksdóttir varð í 5.sæti í flokki kvenna sem gengu 5km.

Skíðafélag Ólafsfjarðar sendi 8 iðkendur á mótið, en engir áhorfendur voru leyfðir vegna sóttvarnarreglna.

Frá þessu var greint á vef Skíðafélags Ólafsfjarðar.

Myndir: Skíðafélag Ólafsfjarðar.