Fyrsta Bikarmót Skíðasambands Íslands í skíðagöngu fór fram á Akureyri um helgina. Mótið var sett á sem úrtökumót fyrir HM unglinga sem fram fara eftir áramót. Mótið var einnig FIS mót hjá 17 ára og eldri.

Keppni hófst á föstudag með sprettgöngu F, á laugardag var einstaklingskeppni með hefðbundinni aðferð og í dag sunnudag var ræst með Hópstarti og gengið með frjálsri aðferð.

Árni Helgason og Svava Rós Kristófersdóttir sigruðu allar göngurnar í 15-16 ára flokki drengja og stúlkna. Guðrún Ósk Auðunnsdóttir varð í 2. sæti í öllum göngum 15-16 ára stúlkna.

Einnig kepptu á mótinu Karen Helga Rúnarsdóttir, Sigurlaug Sturludóttir, Haukur Rúnarsson og Elís Beck Kristófersson frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.