Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk í dag afhentan glæsilegan styrk úr menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri.
Elsa Guðrún Jónsdóttir tók við styrknum fyrir hönda Skíðafélagsins. Styrkurinn hljóðar upp á 200.000 kr. til reksturs félagsins.