Skíðafélag Ólafsfjarðar hélt mót á Akureyri vegna snjóleysis

Á föstudaginn síðastliðinn hélt Skíðafélag Ólafsfjarðar bikarmót á Akureyri vegna snjóleysis í Ólafsfirði. Keppt var í sprettgöngu og eins og svo oft áður varð úr spennandi keppni.
Veður var mjög gott á Akureyri, léttur andvari og -5 gráðu frost. Keppni hófst kl. 17:00 með tímatöku í öllum flokkum, en keppt var í flokkum 12-13 ára, 14-15 ára, 16-17 ára og 18 ára og eldri. Alls voru 24 keppendur mættir til leiks. Keppni var æsispennandi strax í undanúrslitum, en fyrsti maður í hverjum riðli fór beint í úrslit auk tveggja bestu tíma í hverjum flokki.
Elsa Guðrún Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki og Dagur Benediktsson SFÍ sigraði í karlaflokki.  Öll úrslit má sjá hér.