Skíðafélag Ólafsfjarðar 20 ára í dag

Skíðafélag Ólafsfjarðar 20 ára í dag en félagið var stofnað 18. október árið 2001. Kristján Hauksson hefur verið formaður félagsins undanfarin 5 ár. Aðaláhersla félagsins hefur verið lögð á barnastarf undanfarin ár. Snjóbrettaæfingar voru í fyrsta skipti skipulagðar veturinn 2021 og vonast félagið til að auka þá starfsemi í framtíðinni. Á komandi vetri eru tvö stórmót á dagskrá hjá félaginu, Fjarðargangan í febrúar 2022 og Skíðamót Íslands í mars 2022 sem verður haldið með Skíðafélagi Dalvíkinga.  Mótahald hefur ávalt verið stór þáttur í rekstri félagsins, bikarmót í alpagreinum, bikarmót í skíðagöngu og fleiri stór mót.

Fjölmargir einstaklingar hafa unnið mikið af sjálfboðavinnu fyrir félagið og að auki hafa nokkur fyrirtækið stutt vel við starfsemina.

Nánar má lesa um þetta í pistli formanns.

Formenn félagsins frá stofnun eru eftirfarandi:
K.Haraldur Gunnlaugsson 2001-2002
Sigríður Gunnarsdóttir 2002-2005
K.Haraldur Gunnlaugsson 2005-2006
Ólafur Óskarsson 2006-2008
Sigurpáll Gunnarsson 2008-2016
Kristján Hauksson 2016-