Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir að ráða starfsmann

Skíðafélag Dalvíkur óskar eftir að ráða starfsmann til að hafa umsjón með skíðaskála félagsins, Brekkuseli. Ráðningartími er frá 1. janúar -15. apríl 2016.  Nánari upplýsingar veitir Kári Ellertsson, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, í síma 891 6299 eða karie@simnet.is og skal umsóknum skilað á sama netfang. Umsóknarfrestur er til 20. október 2015.

Starfssvið:

  • Dagleg umsjón með Brekkuseli
  • Ábyrgð á miðasölukerfi svæðisins
  • Lyftuvarsla
  • Móttaka hópa í Brekkuseli
  • Innkaup á vörum í sjoppu og til þrifa
  • Önnur tilfallandi störf á skíðasvæðinu

Hæfniskröfur:

  • Góðir samskiptahæfileikar, sér í lagi við börn og unglinga
  • Reglusemi og stundvísi
  • Sveigjanleiki varðandi vinnutíma
  • Almenn tölvukunnátta

Skidafelag-Dalvikur_logo