Skíðadeild Tindastóls hefur sagt upp gildandi rekstrarsamningi um Skiðasvæðið Tindastóli við Sveitarfélagið Skagafjörð.  Formaður Skíðadeildarinnar hjá Tindastóli hefur óskað eftir því að deildin losni undan gildandi samningi við sveitarfélagið sem gerður var 20. desember 2017. Málið var tekið upp á fundi Byggðarráðs Skagafjarðara þann 18. desember sl. en Tindastóll sendi sagði upp samningnum í byrjun desember.

Skíðadeild Tindastóls treystir sér ekki lengur til að reka skíðasvæðið áfram á þeim forsendum sem kveður á í samningnum.