Skíðadegi á Siglufirði frestað vegna veðurs

Sparisjóður Siglufjarðar hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum skíðadegi, fimmtudaginn 11. apríl vegna veðurs.  Hann verður haldinn við fyrsta tækifæri sem gefst.  Það mun verða tilkynnt til þessara sömu aðila og fá þennan póst með þeim fyrirvara sem unnt er.

Sparisjóðurinn hyggst bjóða  frítt á skíði í Skarðsdal fyrir alla íbúa Fjallabyggðar og gesti þeirra.  Boðið mun verða upp á akstur frá Ólafsfirði og Siglufirði.

Allur búnaður (skíði og bretti) er lánaður gjaldfrjálst á meðan birgðir endast.  Boðið verður upp á grillaðar pylsur, svala og kaffi.

Þá er lokað á Skíðasvæðinu í Skarðsdal í dag vegna veðurs, en -6 gráður eru á svæðinu og töluverður skafrenningur.

733882_4671832709450_822621589_n