Skíðadagar í Grunnskóla Fjallabyggðar

Í gær fóru nemendur 1.-4. bekkjar í Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði á skíði í Tindaöxl. Mikið fjör var hjá krökkunum og skemmtu þau sér mjög vel og komu sæl og rjóð aftur í skólann um hádegisbilið. Í dag fara nemendur 5.-7. bekkjar úr grunnskólanum á skíði í Skarðsdalnum á Siglufirði.

large_1426104508_untitled

Mynd og heimild: Grunnskóli Fjallabyggðar.