Í gær á Síldarævintýrinu á Siglufirði var í boði skoðun og sigling með Varðskipinu Freyju, en heimahöfn þess er á Siglufirði. Færri komust að en vildu, svo miklar voru vinsældir skipsins. Boðið var fyrst upp á skoðun og svo siglingu. Annar vinsæll viðburður í gær voru Bjórleikarnir hjá Segli 67 bruggverksmiðjunni, en þessi viðburður hefur verið haldinn í nokkur ár og leggja margir leið sína þangað til að horfa á. Einnig voru fjölmargir fornbílar á svæðinu og hefur sá viðburður farið mjög stækkandi frá því fyrst var boðið uppá hjá Segli 67.

Hjá yngri kynslóðinni í gær var mjög vinsælt að mæta í Hoppland við Ingvarsbryggju, en þaðan mátti hoppa í sjóinn ofan af pöllum við bryggjuna.

Um kvöldið voru svo tónleikar á Ráðhústorgi og Rauðku og einnig var glæsileg flugeldasýning.

Mynd: Segll 67
Mynd: Segll 67
Mynd: Segll 67
Mynd: Síldarævintýrið á Siglufirði /Þórarinn Hannesson ofl.