Skemmtileg skrif Sólveigar Láru sóknarprests
Sólveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal heldur úti skemmtilegum vef þar sem hún skrifar blogg.
Þann 5. maí birti hún þennan pistil:
Í gær birtist okkur alveg ný mynd af skaganum. Við fórum í Ólafsfjörð á ferð okkar til sóknarnefndarformanna. Formaður sóknarnefndar Ólafsfjarðarsóknar er aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga. Þangað var áhugavert að koma. Hún sýndi okkur skólann og þá stórkostlegu aðstöðu sem í skólanum er. Við skoðuðum skólastofur og starfsaðstöðu fyrir fatlaða. Við dáðumst að listaverkum sem nemendaur á listnámsbraut hafa unnið að.
Þvílíkur fengur fyrir byggðarlögin á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík að hafa svo frábæran framhaldsskóla á sínu svæði. Það eflir samfélagið allt. Það eflir menningu og mannlíf. Það eflir fjölskyldutengslin og atvinnulífið. Það eflir kirkjuna og trúarlífið. Skólinn gerir mannlífið á Tröllaskaga betra.
Meira á www.solveiglara.net