Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer liggur nú við Siglufjarðarhöfn á Siglufirði. Skipið stoppar til hádegis. Farþegar eru rúmlega 150 talsins og um 100 manns í starfsliði um borð. Farþegarnir munu allir heimsækja Síldarminjasafnið á Siglufirði og sjá síldarsöltun, að auki mun Kvæðmannafélagið Ríma mun kveða fyrir þau og kynna fyrir þeim íslenskan þjóðlagaarf.