Skemmtiferðaskipið MS National Geographic Explorer

Skemmtiferðaskipið MS National Geographic Explorer stoppaði á Siglufirði þann 16. júlí. Skipið tekur 148 farþega auk 40 manna áhafnar. Skip er 112 metrar að lengd og var byggt árið 1982. Farþegar heimsóttu meðal annars Síldarminjasafnið í stoppinu á Siglufirði. Skipið hélt svo áleiðis til Akureyrar sama dag og þaðan til Húsavíkur.

14670393512_ebc8a85c0c_z14484070239_02f5dcd8ab_z