Skemmtiferðaskipið MS Fram kemur á miðvikudaginn til Siglufjarðarhafnar. Skipið er með 400 farþega og stoppar frá kl. 8-22. Skipið siglir nú um vesturströndina á Íslandi og fór frá Þórshöfn í Færeyjum 21. maí og kom til Reykjavíkur 23. maí. Heimahöfn skipsins er í Tromsö í Noregi og er byggt árið 2007. Skipið kom einnig til Siglufjarðar síðasta sumar. Farþegarnir munu fá leiðsögn um Síldarminjasafnið á Siglufirði, smakka síld og horfa á síldarsöltun.
Skipið heldur svo áfram til Akureyrar og Grímseyjar og verður þar 28. maí.