Skemmtiferðaskipið Callisto afboðar 14 komur til Siglufjarðar

Skemmtiferðaskipið Callisto mun ekki koma til Íslands þetta árið en skipið bilaði á leiðinni til landsins og er komið til Panama í viðgerð.  Skipið var með bókaðar 14 komur til Siglufjarðar í sumar en ekkert verður af þeim heimsóknum í ár. Áætlað var að Callisto kæmi með 50 farþega í 14 heimsóknum sem eru alls 700 farþegar yfir sumarið. Von var á 35 skipakomum til Siglufjarðar í sumar, en ljóst er að þeim fækkar og verða alls 21. Gert er ráð fyrir að skemmtiferðaskipið Callisto komi til Íslands næsta sumar og þessar bókanir verði færðar til ársins 2018.

Skipið sjálft er aðeins 50 metrar á lengd og 8 metrar á breiddina. Inni eru aðeins 17 klefar og 16-18 manns í áhöfn. Skipið var allt endurinnréttað á árunum 2015-16.