Skemmtidagskrá í Höfðaborg á Hofsósi

Tónlistar- og leiklistarfólk flytur skemmtidagskrána Sveitapiltsins draumur í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 31. október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 21:00.  Það eru Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku sem standa að dagskránni.

Miðaverð er 3.000 kr. og eru miðapantanir í síma 893 0220.