Skemmdir á vegklæðingu á Norðurlandi

Á Norðurlandi hafa orðið töluverðar skemmdir á slitlögum í Skagafirði. Á laugardaginn síðastliðinn urðu verulegar skemmdir á Siglufjarðarvegi við Stafá síðan bættist við einn blettur í Sléttuhlíð rétt sunnan við Keldur og annar á Sauðárkróksbraut við flugvöllinn.  Á Norðausturvegi við gamla Öxarfjarðarheiðarveginn á Leirtjarnarhálsi urðu skemmdir á um 70 m2 kafla. Smávægilegar skemmdir urðu á klæðingum í Húnavatnssýslum.

Unnið er að því að merkja þá staði þar sem skemmdir hafa orðið á klæðingunni. Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega og það er nauðsynlegt að hægja á ferðinni þegar farið er yfir þessa skemmdu vegi. Lengri tíma mun taka að gera við skemmdirnar en það verður gert með vorinu.  Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

saudarkroksbraut stafa-siglufjardarvegur

Myndir frá vef Vegagerðarinnar.