Skemmdarverk unnin á útisvæði Krílakots

Skemmdarverk voru unnin á útisvæði leikskólans Krílakots í Dalvíkurbyggð um síðustu helgi. Skemmdir voru aðallega unnar á kastala og einnig voru útiljós brotin. Aðkoman að svæðinu var því ekki góð fyrir starfsfólk og nemendur skólans í byrjun vikunnar.

Frá þessu var fyrst greint á vef Dalvíkurbyggðar.

Skemmdarverk á Krílakoti