Einhverjir óþekktir aðilar hafa unnið skemmdarverk á tjaldsvæðum Fjallabyggðar á Siglufirði síðustu daga.
Um er að ræða krot með tússpenna sem ekki er gott að fjarlægja. Það sem virðist standa á þessu krassi er Selköb.

Ekki er vitað hver var að verki en biðlað er til íbúa og gesta að ganga vel um bæinn.

Frá þessu var fyrst grein á vef Fjallabyggðar, ásamt meðfylgjandi myndum.