Skarðsrennsli og síðasti opnunardagur

Á morgun, sunnudaginn 2. maí verður lokadagur í vetur á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Hið árlega Skarðsrennsli fer þá fram og verður opið frá kl. 11-16. Lokað var í dag vegna lélegs skyggnis.
Þá geta fjórir gestir sem koma á morgun í fjallið unnið vetrarkort fyrir næsta vetur.
Veturinn hefur verið erfiður á skíðasvæðinu, mikið um covid-lokanir og einnig snjóflóðið sem féll á svæðið og skemmdi mikið.