Skarðsrennsli aflýst á Siglufirði

Fyrirhugað var að halda hið árlega Skarðsrennsli á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði um helgina.  Búið er að aflýsa því þetta árið vegna snjóleysis. Áætlað er að skíðasvæðið aftur opni 1. desember. Hægt er að skoða svæðið í vefmyndavélinni góðu, en þar má sjá að lítið eru um snjó á Skíðasvæðinu í Skarðsdal.