Náttúruperlurnar eru nokkrar á Siglufirði. Ekki þarf að leita langt til að komast í paradís. Hér má sjá mynd sem sýnir Skógræktina í Siglufirði og Skarðsdalinn, Skíðasvæði Siglfirðinga. Gaman er að ganga í gegnum Skógræktina á góðviðrisdegi, sjá Leyningsfoss,Leyningsá og nýja golfvöllinn verða til. Efst í fjallinu er svo hið fornfræga Siglufjarðarskarð.
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson, www.sk21.is