Þann 26. janúar næstkomandi mun Listhúsið í Ólafsfirði standa fyrir hinni árlegu Skammdegishátíð en hátíðin hefur verið haldin í Ólafsfirði síðastliðin ár.  Listamenn hátíðarinnar verða með viðburði á tímabilinu 26. janúar til og með 4. febrúar 2018.  Tuttugu listamenn bæði íslenskir og erlendir taka þátt í hátíðinni í ár.  Um er að ræða:  tónlistarmenn, myndlistarmenn, rithöfunda, ljósmyndara og marga aðra. Allir listamennirnir dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði í tvo mánuði.  Hátíðin verður formlega opnuð föstudaginn 26. janúar.