Lummudagar hófust í Skagafirði á fimmtudaginn síðastliðinn og standa til sunnudags. Í dag á Sauðárkróki er götumarkaður og lummukeppni, fjöllistamaður, paintball og lasertag. Þá sendir Rás 2 beint út frá Kaffi Króki.

Laugardeginum lýkur síðan með tónlistarhátíðinni Drangey Music Festival á Reykjum á Reykjaströnd þar sem Emiliana Torrini, Jónas Sig. og ritvélarnar, Contalgen Funeral, Magni Ásgeirs og Úlfur, Úlfur stíga á stokk.

Nákvæmari dagskrá má sækja hér.