Skagfirskar leiguíbúðir byggja 8 íbúðir

Skagfirskar leiguíbúðir og BM Vallá hafa undirritað verksamning og verkáætlun vegna bygginga á tveimur fjögurra íbúða húsum úr forsteyptum einingum. Húsin sem eru á tveimur hæðum og munu rísa í Laugatúni 21-23 og 25-27 á Sauðárkróki, og er þeim ætlað að mæta brýnni þörf fyrir frekara leiguhúsnæði á svæðinu.  Áætlað er að framkvæmdir við húsin hefjist í sumar og stefnt er að verklokum á vormánuðum 2019.

Í hvoru húsi verður ein þriggja herbergja íbúð sem er 85 fm, og þrjár fjögurra herbergja íbúðir sem hver um sig er 96 fm.