Skagfirðingar í undanúrslitum Útsvars

Lið Skagafjarðar er komið í undanúrslit spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari á RÚV. Liðið hafði betur gegn liði Akureyrar í spennandi viðureign í 8-liða úrslitum.  Fyrri viðureign undanúrslitanna fer fram föstudaginn 10. apríl en þá mæta Skagfirðingar liði Fljótsdalshéraðs.

Lið Skagafjarðar er skipað þeim Guðnýju Zöega, Guðrúnu Rögnvaldardóttur og Vilhjálmi Egilssyni.