Skagfirðingar í 16 liða úrslitum í Útsvari

Lið Skagafjarðar komst áfram í fyrstu umferð spurningaþáttarins Útsvars í RÚV á nýliðnu ári. Lið Skagfirðinga sem skipað er þeim Guðnýju Zöega, Guðrúnu Rögnvaldardóttur og Vilhjálmi Egilssyni, unnu lið Árborgar, en  þess má geta að lið Árborgar komst samt áfram sem eitt af stigahæstu tapliðunum.

Föstudaginn 16. janúar er svo komið að 16-liða úrslitum og þar mæta Skagfirðingar liði Rangárþings ytra.