Skagafjörður styrkir Körfuknattleiksdeild Tindastóls um 1,5 milljónir

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að styrkja Körfuknattleiksdeild Tindastóls um kr. 1.500.000 vegna framúrskarandi árangurs í íþróttinni. Liðið lék til úrslita í bikarkeppni KKÍ um helgina gegn KR og vann með yfirburðum. Styrkurinn var ákveðinn fyrir þann leik.