Árbók Ferðafélags Íslands 2014 er komin út. Bókin ber nafnið Skagafjörður austan Vatna – frá Jökli til Furðustranda og fjallar um Skagafjörð austan Héraðsvatna, allt frá Hofsjökli að Kolkuósi. Það er Pál Sigurðsson prófessor sem skrifar árbókina. Saman mynda bækurnar

Skagafjörður austan Vatna fjallar um fjölbreytt og áhugavert svæði hvað varðar náttúrufar, sögu og möguleika til útivistar. Lesandinn er leiddur um landið og inn í lýsinguna fléttast forvitnilegar sögur jafnt sem fróðleikur um áhugaverða staði til skoðunar og gönguferða. Árbókin er ríkulega myndskreytt. Þá er fjöldi vandaðra korta í bókinni.

Höfundurinn Páll Sigurðsson, prófessor og fyrrum forseti Ferðafélags Íslands, fæddist í Reykjavík en ólst upp á Sauðárkróki frá bernsku og þekkir vel til í Skagafirði þar sem hann hefur varið mörgum stundum og gengið byggðir jafnt sem óbyggðir. Fallegar ljósmyndir skreyta bókina en stór hluti þeirra er tekinn af Jóhanni Óla Hilmarssyni. Vönduð og ítarleg kort teiknuð af Guðmundi Ó. Ingvarssyni prýða bókina.

Árbækur Ferðafélags Íslands hafa komið út árlega frá árinu 1928 og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði og nær nú efni þeirra um landið allt, víða í annað eða jafnvel þriðja sinn. Árbækur Ferðafélagsins, eru 87 að tölu.

fí