Skagafjörður auglýsir eftir aðila til að reka sundlaugina á Sólgörðum í Fljótum frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2026.

Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast alla umsjón og ábyrgð á starfsemi sundlaugarinnar, þ.m.t. allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvörum eins og klór og annað sem rekstrinum tengist.

Rekstraraðili skal ábyrgjast að starfsmenn er annast sundlaugarvörslu hafi lokið námskeiðinu Skyndihjálp og björgun fyrir starfsfólk sundstaða. Æskilegt er að starfsmenn hafi náð 20 ára aldri og uppfylli ákvæði reglugerðar um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010.