Skagafjarðarveitur hækka gjaldskrá fyrir árið 2018

Tillaga um hækkun gjaldskrár Skagafjarðarveitna var lögð fyrir veitunefnd Skagafjarðar í vikunni. Gert er ráð fyrir að gjaldskrá fyrir heitavatnsnotkun ásamt föstum gjöldum fyrir hemla og mæla hækki um 5% frá og með 1. janúar 2018.  Gjöldin sem lagt er til að hækki að þessu sinni hafa hækkað um alls 3,5% síðan í júlí 2013. Síðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,3%, byggingavísitala um 13,8% og launavísitala um 37,8%.

Gert er ráð fyrir að gjaldskrá vatnsveitu hækki um 4,5% í samræmi við hækkun byggingavísitölu.  Tillögum þessum hefur verið vísað til Byggðarráðs Skagafjarðar til frekari afgreiðslu.